Endurnærandi Retreat í Tungulendingu 2024
Endurnærandi sjálfsumhyggja – kvenna retreat í Tungulendingu á Tjörnesi 2024, með Huld Hafliðadóttur jóga- og hugleiðslukennara og stofnanda Spirit North, dagana 20. – 22. september næstkomandi. Í boði er að dvelja aukanótt, fimmtudagsnóttina 19. september, fyrir þær sem vilja kúpla sig alveg út og njóta fleiri gæðastunda á þessum einstaka stað.
Langar þig að eiga helgi bara fyrir þig? Í einfaldleika, hvíld og sjálfsumhyggju? Í einstakri náttúru, friði og ró? Þá gæti þetta verið fyrir þig!
Endurnærandi sjálfsumhyggja
Kvenna-Retreat
Dagskrá hefst kl. 17:00 föstudaginn 20. september og lýkur kl. 14:00 sunnudaginn 22. september.
Velkomið að koma á fimmtudagseftirmiðdegi og dvelja aukanótt í kyrrð og ró gegn vægu gjaldi.
Retreat fyrir konur sem vilja gefa sér tíma og rými til að dvelja með sjálfri sér, tengja inn á við, tengja við náttúruna og njóta samveru með öðrum konum á sömu vegferð.
Staðurinn einn og sér er algjör töfrastaður; annar heimur sem færir kyrrð og frið inn í hverja frumu.
Dagskráin er fjölbreytt og samanstendur m.a. af:
🧘♀Jóga & hugleiðslu
🪶Hvíld & slökun
🌊Náttúrutengingu
🥗Góðri næringu
🙏Persónubundnum ásetningi
🔮Kakó seremóníu
📿Kvennahring
o.fl.
Við njótum hollrar og góðrar næringar og njótum þess að hvílast án áreitis, við hafið.
Lagt er upp með að 2 konur deili herbergi, en hægt að vera ein í herbergi gegn aukagjaldi.
Innifalið í verði er gisting, allar máltíðir, seremóníukakó, glaðningur við komu, öll dagskrá og kennsla.
Dagskrárdrög:
Föstudagur 20. september
Kl. 17:00 – 19:00
Konur mæta og koma sér fyrir í herbergjum.
Léttur kvöldverður og glaðningur þegar komið er í hús.
Kl. 20:30
Kynning, hugleiðsluhringur og ásetningur fyrir helgina.
21:30 Jóga nidra
Laugardagur 21. september
9:00 Jóga og morgunhugleiðsla
9:45 Morgunverður
10:30 Náttúruganga og núvitund
12:00 Hádegismatur
Eftir hádegishlé er frjáls tími þar sem hvatt er til léttrar göngu, dagbókarskrifa eða lesturs. Fáir staðir veita jafn mikla og góða orku og rætur hafsins við Tungulendingu. Hvort sem er í logni eða roki, hleðslan og endurnæringin er mögnuð!
15:00 Verkefnavinna og hugleiðsla fyrir sjálfstengingu
18:00 Kvöldmatur
20:00 Laugardagskvöld: Kakóhugleiðsla og kvennahringur með tónheilun. Ef veður leyfir kvekjum við lítinn varðeld og nýtum okkur umbreytandi krafta eldsins.
Sunnudagur 22. september
9:00 Morgunhugleiðsla
9:45 Morgunverður
10:30 Verkefnavinna fyrir sjálfsumhyggju og kvennahringur
12:00 Hádegismatur
Dagskrárlok áætluð á sunnudag kl. 14:00
Innifalið í verði er gisting, allar máltíðir, glaðningur við komu, kakó og öll dagskrá og kennsla.
Nánar um kennarann:
Huld Hafliðadóttir er jógakennari, gongspilari og markþjálfi og hefur kennt jóga á Húsavík og í nærsveitum sl. 14 ár, í hvers kyns formi. Allt frá jóga fyrir leikskólabörn yfir í hádegisjóga á skrifstofu sveitarfélagsins.
Undanfarin misseri hefur Huld lagt áherslu á hugleiðslu og slökun auk þess að vera mjög umhugað um að bjóða rými fyrir sjálfsmildi, sjálfsvitund og meðvitund og stofnaði hún Spirit North í þeim tilgangi árið 2018. Hún hefur leitt fjölda viðburða fyrir konur og leggur áherslu á að fólk gefi sér tíma og rými til einfaldlega til að vera og tengja inn á við, í heimi sem sífellt kallar á tengingu út á við.
Fullt var á retreatið árið 2023 og eru eftirfarandi ummæli eftir þátttakendur þar:
– “Ein besta gjöf sem ég hef gefið sjálfri mér. Engin krafa um að vera að gera eitthvað annað en það sem mig langaði til að gera.”
– Ég náði að tengjast mér aftur, finna til þakklætis fyrir fólkið mitt. Finna kærleikan innra með mér og það sem skiptir mig máli. Ég náði mikilli slökun og kem endurnærð tilbaka.”
– “Þessi staður er draumi líkastur – Þvílík Paradís. Þessar konur og Huld – Hefði ekki getað verið betri hópur af ólíkum konum. Ég fann fyrir svo miklum kærleik ❤️ ”
– “Yndisleg í alla staði. Gott skipulag en ekkert stress. Er endurnærð eftir helgina, á sál og líkama.”
– “Hvíld, slökun, upplifði kærleika og gleði. Gaf mér frið frá daglegu amstri.”
Verð:
kr. 77.000*
*Velkomið að skipta greiðslum.
(Verð með aukanótt er kr. 88.000)
Hægt að skipta greiðslum í tvær 38.500 (44.500 m. aukanótt) eða þrjár 25.700 greiðslur (29.400 m. aukanótt) hafið samband fyrir þann möguleika.
Ath. til að taka þarf pláss þarf að greiða staðfestingargjald, að lágmarki einn þriðja af heildarverði (25.700 / 29.400) – einnig má greiða að fullu við bókun.
77.000 kr.
Out of stock