8 vikna Hatha jóga námskeið – framhaldsáfangi

8 vikna Hatha jóga námskeið – framhaldsáfangi

Hefðbundið Hatha jóga, millistig.
Námskeið með Nele Beitelstein.

„Jóga nýtir líkamann til að aga hugann og tengjast sálinni.“ – B. K. S. Iyengar

 Á námskeiðinu einbeitum við okkur að Hatha Asana-jógaflæði og flóknari líkamsstellingum, tækni í öndun og hugleiðslu.
Með því að fylgja röð hefðbundinna Hatha Jóga hreifinga geta nemendur náð góðu jafnvægi í æfingum, slökun og ró fyrir hug, líkama og sál.

 Hentar fyrir fólk með reynslu af jóga.

Komdu og vertu með, bættu styrk þinn, liðleika og innri ró.

Athugið, nauðsynlegt er að skrá sig og er námskeiðið lokað.

Kennt er 1x í viku í 8 vikur, 90 mínútur í senn – Námskeið hefst 21. janúar og endar 10. mars.
Kennt er á þriðjudögum kl. 19:30 – 21:00 og er kennt á ensku en íslensk orð notuð með ef og þegar þarf.
Staðsetning: Spirit North Jóga og hugleiðslusetur, Garðarsbraut 39