8 vikna Hatha jóga námskeið – fyrir byrjendur

8 vikna Hatha jóga námskeið – fyrir byrjendur

8 vikna Hatha jóga námskeið fyrir byrjendur og þá sem eru að snúa aftur á dýnuna eftir hlé.

Jóga snýst ekki um að bæta sig, það snýst um að taka sjálfum sér eins og maður er – Gurmukh Kaur Khalsa

„Yoga is not about self improvement, it ́s about self acceptance“ – Gurmukh Kaur Khalsa

Námskeiðið er 8 vikna kynning á hefðbundnu Hatha Jóga og er góð byrjun fyrir nýja jóga nemendur eða góð leið til að endurvekja áhuga á jógaæfingum.

Í tímunum einbeitum við okkur á að byggja upp náttúrulegan og heilbrigðan styrk vöðva, teygja á öllum líkamanum og kenna einfalda tækni við hugleiðslu og að ná innri ró.
Með því að læra og æfa hefðbundið Asana-jógaflæði, munum við í tímunum ná jafnvægi á milli líkamsæfinga og slökunar fyrir hug, líkama og sál.

Hver tími snýr að því að byggja upp náttúrulegan og heilbrigðan vöðvastyrk, teygja á líkamanum, auk þess að fara yfir einfaldar hugleiðsluæfingar. Að læra og iðka röð hefðbundinna jógaæfinga mun tryggja gott jafnvægi milli æfinga og slökunar, bæði fyrir líkama og huga.
Námskeiðið er opið öllum: Ungum sem öldnum, vönum sem óvönum, öllum kynjum og öllum líkamsgerðum!

Vertu með og veittu líkama þínum og huga styrk, liðleika og ró.

Athugið, nauðsynlegt er að skrá sig og er námskeiðið lokað.

Kennt er 1x í viku í 8 vikur, 90 mínútur í senn – Námskeið hefst 8. júní og endar 27. júlí.

Kennt er á mánudögum kl. 17:30 – 19:00 og er kennt á ensku en íslensk orð notuð með ef og þegar þarf.

Staðsetning: Spirit North Jóga og hugleiðslusetur, Garðarsbraut 39
Verð: 12.500
Kennari er Nele Beitelstein
Skráning fer fram hér á heimasíðu Spirit North (með því að setja í körfu)

 

12.500 kr.

Ekki til á lager