8 vikna Kundalini jóga námskeið með Lóu

8 vikna Kundalini jóga námskeið með Lóu

8 vikna námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan.

Hver tími er um 75-90 mínútur og byggist upp á upphitun, röð æfinga (kriya), slökun og hugleiðslu. Engin fyrri reynsla af jóga er nauðsynleg.

Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er eitt elsta form af jóga sem stundað er í heiminum í dag, oft kallað móðir alls jóga. Jóga merkir eining eða sameining. Kundalini jóga vinnur markvisst að því að styrkja ónæmiskerfið, örva innkirtlastarfsemina (hormónaflæði), auk þess að styrkja einstök líffæri og virkni þeirra. Blóðflæði eykst og með ákveðinni öndun fer af stað hreinsunarferli í blóðrásinni. Þegar við réttum úr bakinu auðveldum við einnig allt orkuflæði um líkamann, ma. flæði mænuvökvans sem flæðir meðfram hryggjarsúlunni, en gott flæði mænuvökvands tengist til að mynda góðu minni.

Gott er að klæðast þægilegum fatnaði og hafa með sér lokað vatnsílát. Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum.

Kennt er tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga kl. 19:30 – 21:00

Námskeiðið hefst mánudaginn 2. september og er kennt samfleytt í 8 vikur (fyrir utan viku í september vegna námskeiðs kennara, þ.e; 16. og 18. september)

Þeir sem eiga 10 tíma kort geta nýtt það upp í námskeiðið, en athugið vegna þátttökutakmarkana er skráning nauðsynleg fyrir námskeiðið í heild.

Kennari er Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir (Lóa), nýútskrifaður Kundalini jógakennari

24.000 kr.

Ekki til á lager