8 vikna Yin jóga námskeið

8 vikna Yin jóga námskeið

Á meðan hefðbundið (Yang) jóga leggur áherslu á vöðvana þá vinnur Yin með bandvefinn, liðböndin, liðamótin, vöðvafestingar, sinar og bein. Í Yin jóga þurfa vöðvarnir að vera slakir svo að bandvefurinn geti gefið eftir.

Iðkun Yin jóga er áhrifarík á móti hefbundnu jóga eða annari líkamsrækt. Yin jóga hentar öllum, en þó sérstaklega þeim sem lifa virkum lífstíl eða stunda mikla hreyfingu. Yin jóga eykur liðleika og hreyfigetu okkar, en með tímanum vill líkaminn stirðna og sinar og tengivefur verða viðkvæmari fyrir áföllum. Beinin verða brothættari og bólgur myndast í líkamanum. Yin jóga er byggt upp sem röð jógastaða í eða við gólf, sem eru haldið er í lengri tíma, eða allt upp í 5-10 mínútur (fer eftir erfiðleikastigi), í þeim tilgangi að nota líkamsþyngd til að „hlaða“ hóflegu álagi á bandvef líkamans. Jógastöðurnar skapa einnig margs konar álagshleðslu á beinin sem virka sem burðarvirki.
Þessi heilbrigða álagshleðsla af völdum líkamsþyngdar er nauðsynleg til að auka beinmassa þar sem hún leiðir til aukinnar beinfrumuvirkni. Þannig getur iðkun Yin jóga stuðlað að aukningu á beinmassa sem aftur hjálpar til við að draga úr líkum á beinbrotum.

Yin jóga frábær viðbót fyrir alla þá sem vilja huga vel að líkama og sál. Áhersla er lögð á algjöra kyrrð, að vera í núinu og auka meðvitund um líðan sína og líkamsvitund. Flestar stöður eru gerðar sitjandi eða liggjandi þannig að flest allir ættu að geta tekið þátt. Stöðum er haldið allt frá 3 til 10 mínútur með það að markmiði að efla orkuflæði líkamans og næra djúpvefi líkamans, bein og liðamót.

Þá styrkir hver Yin staða orkubrautir sem tengjast líffærunum. Þessar orkubrautir eru notaðar t.d. Kínverskum í nálastungum. Þær vinna á nýrna-, lifra-, gallblöðru-, smáþarma-, milta-, maga-, lungna- og hjartabraut. Gerðar eru seríur sem styrkja markvisst þessar orkubrautir og geta haft djúpstæð áhrif til heilunar.

Kennari: Huld
Kennt er 1x í viku á fimmtudögum kl. 17
Hver tími er um 70 mínútur

16.000 kr.

Ekki til á lager