Byrjendanámskeið í Kundalini jóga

Byrjendanámskeið í Kundalini jóga

Mig langar til að færa þér dýptina og styrkinn innra með þér, frumútgáfuna af þér.
-Yogi Bhajan
 
Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er eitt elsta form af jóga sem stundað er í heiminum í dag, oft kallað móðir alls jóga.
 
Langar þig að kynnast helstu grunnatriðum Kundalini jóga og sjá hvort það er eitthvað fyrir þig?
 
Byrjendanámskeið verður haldið í febrúar og kennt alla miðvikudaga kl. 17:30 – 18:30
 
Kennarar eru Huld Hafliðadóttir og Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir Kundalini jógakennarar.
 
Hefðbundinn tími í Kundalini jóga byggist upp á upphitun, fyrirfram ákveðinni röð æfinga sem við köllum Kriyu, slökun og hugleiðslu, en hver og einn fyrrgreindra þátta er órjúfanlegur hluti af jóga eins og Yogi Bhajan kenndi það. Inni í þessum þáttum tvinnast svo saman öndun, líkams- og handstöður, augnfókus og möntrur.
 
Kundalini jóga er ævaforn tækni, en í þúsundir ára hafa jógar í austri þróað með sér aðferðir til heilsueflingar, sem sumar hverjar eru vesturlandabúum framandi. Til að mynda hafa þeir komist að áhrifum hverrar og einnar æfingar innan líkama, hugar eða sálar og vinnur Kundalini jóga markvisst að því að styrkja ónæmiskerfið og taugakerfið, örva innkirtlastarfsemina (hormónaflæði), auk þess að styrkja einstök
líffæri og virkni þeirra. Blóðflæði eykst og með ákveðinni öndun fer af stað hreinsunarferli í blóðrásinni. Þegar við réttum úr bakinu auðveldum við einnig allt orkuflæði um líkamann, ma. flæði mænuvökvans sem flæðir meðfram hryggjarsúlunni, en gott flæði mænuvökvands tengist til að mynda góðu minni.
 
Á byrjendanámskeiðinu er farið í öll helstu grunnatriði Kundalini jóga og hentar það öllum, óháð aldri, líkamsbyggingu eða kyni.
 
Allir velkomnir!

5.500 kr.

8 á lager