Flatey 2021 – Jóga og hugleiðsluferð

Flatey 2021 – Jóga og hugleiðsluferð

Vertu velkomin/nn í hvíld, slökun og endurnærandi dvöl fyrir líkama, huga og sál í tímalausri náttúru Flateyjar á Skjálfanda.

Brottför föstuudaginn 18. júní kl. 8:30
Heimför sunnudaginn 20. júní kl. 13

Ætlunin er að skapa rými fyrir þig til að blómstra fjarri ys og þys hversdagsins.
Við dveljum í Flatey á Skjálfanda umkringd fegurð fjalla og umvafin náttúru eins og hún gerist hvað ósnortnust.
Við bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá frá hádegi á föstudegi til hádegis á sunnudag.
Tveir dagar og tvær nætur til endurstillingar, sjálfsuppbyggingar og hvíldar.

Sumarsólstöðujóga, hugleiðsla, gönguferðir um svæðið, Yoga Nidra, náttúrutenging, gongspil, tónheilun og kakóstund með hreinu kakó frá Guatemala.

Við munum nærast í núvitund og bjóða upp á hollt og litríkt fæði, galdrað fram af okkar yndislegu Halldóru Halldórsdóttur.

Við gistum saman í eynni í húsi sem nefnist Sigtún.
Við bjóðum alla velkomna, byrjendur sem lengra komna í þetta ævintýri með okkur.

Takmarkaður fjöldi kemst að svo skráðu þig snemma.
Verð kr. 78.000
Við skráningu greiðist 15.000 kr. staðfestingargjald

Innifalið í verði eru allar máltíðir, bátsferð fram og til baka í eyna, gisting í uppábúnum rúmum og fjölbreytt dagskrá.

Hér eru nokkur orð frá þátttakendum fyrri ára:
„Þetta var einstök upplifun, frábær náttura, kyrrð. Ég hef ekki upplifað það nokkurstaðar það sem ég fékk út úr þessari ferð, fannst ég hafa verið í marga sólarhringa, en hefði samt viljað hafa þetta lengra 😊 klukkuleysið, jogað, gongið, gönguferðir…Maturinn frábær. 😚😚 Fer örugglega aftur😊😉 “

„Þessi ferð var var frábær í alla staði, útijóga, innijóga, gönguferðir um eyjuna, maturinn og samveran, verður ekki toppað.“

Hlökkum til að sjá þig,
kærleikskveðjur,
Arnbjörg Kristín og Huld

78.000 kr.

4 á lager