Gong sigling á Skjálfanda

Gong sigling á Skjálfanda

Komdu og njóttu heilandi tóna gongsins með okkur í endurnærandi siglingu á hvalaslóðum Skjálfanda.

Hugleiðsla og gongslökun á hljóðlátri skútu í faðmi einstakrar náttúru og dýralífs. Jógakennararnir Huld Hafliðadóttir og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir leiða ferðina og spila báðar á gong.

Við leggjum frá bryggju um kl. 19:30 og komum aftur að landi um kl. 22:30. Njótum og slökum. Fjórar dagsetningar í boði sumarið 2020:

Fimmtudagur 25. júní
Mánudagur 13. júlí
Mánudagur 20. júlí
Fimmtudagur 13. ágúst

Verð kr. 8.900

Hér er hægt að sjá myndband frá Gong siglingunni í fyrra

Viðburðurinn er hluti af Hífopp Húsavík
Frekari upplýsingar má finna hérna eða hjá Norðursiglingu í síma 464-7272 eða á info@northsailing.is

8.900 kr.