Hugleiðsluferð í Flatey – dagsferð 26. júlí

Hugleiðsluferð í Flatey – dagsferð 26. júlí

Endurnærandi hugleiðsluferð í Flatey á Skjálfanda sunnudaginn 26. júlí.

Við leggjum af stað frá Húsavík snemma að morgni og tökum stefnu á Flatey á Skjálfanda. Við njótum kyrrðar eyjunnar í léttum gönguferðum, iðkum jóga- og hugleiðslu og tengjumst náttúrunni allt um kring.
Dagskrá yfir daginn er á þessa leið:
Hugleiðsluganga að vitanum, jóga og sólarhylling, létt gönguferð, hugleiðsluhringur og ásetningur, jóga nidra og gongslökun.
Heimkoma er áætluð um kl. 16:00

Töfrar og tímaleysi eru orð sem koma sterkast upp í hugann þegar Flatey er annars vegar. Það er eitthvað sem á sér stað djúpt innra með manni við það eitt að heimsækja þessa náttúruparadís.

Fararstjóri/jógakennari: Huld Hafliðadóttir

Innifalið í verði er:
Bátsfar til og frá eynni
Léttur hádegisverður
Öll dagskrá

Ekki innifalið:
Létt millimál (morgun/eftirmiðdegi)

Ath: Lágmarksfjölda þarf að ná í ferðina

 

22.500 kr.

10 á lager