Jóga nidra áskrift – fjórar vikur

Jóga nidra áskrift – fjórar vikur

Vertu með í fjögurra vikna ferðalagi um heilandi undirdjúp Jóga Nidra djúpslökunar.

Þú færð nýja Jóga Nidra hugleiðslu hvern sunnudag, auk tveggja annara hugleiðsla yfir þessar fjórar vikur, annars vegar fyrir djúpan og heilandi nætursvefn og hinsvegar sérstaka hugleiðslu fyrir innri frið.

Nidra merkir svefn, en ólíkt svefni er hinn jógíski svefn, meðvituð, djúp slökun, þar sem aðeins heyrnin heldur okkur í vitund. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Þú getur hlustað þegar þér hentar og notið þess að búa þér griðastað heimafyrir. Það eina sem þú þarft er snjalltæki/spilari og heyrnatól (ekki nauðsynleg, en betri fyrir hljómgæði)

Verð fyrir fjórar vikur er 8000 kr.

8.000 kr.