Karla-Ró: 6 vikna Jóga Nidra námskeið fyrir karla

Karla-Ró: 6 vikna Jóga Nidra námskeið fyrir karla

Djúpslökunarnámskeið fyrir karlmenn á öllum aldri sem vilja draga úr streitu, minnka þreytu og bæta lífsgæði sín á einfaldan hátt.
Jóga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun.
Nidra merkir svefn og er oft talað um jógískan svefn.
Iðkandinn er leiddur dýpra og dýpra inn í kyrrð og þögn – inn í bilið á milli svefns og vöku. Þegar við náum okkur niður á þennan stað þar sem við hægjum á hugsunum, á sér stað ákveðin endurnýjun og streitulosun.
Án gjörða og í fullkominni slökun, náum við smám saman að má út neikvæð mynstur sem við höfum þróað með okkur.
Í þessum tímum æfum við okkur í að kyrra hugann og bara finna og vera. Við leyfum okkur að dvelja í kyrrð og sleppa tökunum.
Engar kröfur um líkamlegt form eða liðleika, né heldur fyrri reynslu af jóga, til að vera með.
Losaðu um streitu með því að líða inn í kyrrðina handan hugans og upplifðu dásamlega endurheimt.
Hver Jóga Nidra/leidd djúpslökun endar með um 7-10 mínútna gongspili.

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 7. september
Kennt fimmtudaga kl. 17:30 – 18:30
Kennari: Huld Hafliðadóttir
Verð: 15.000 kr.
Staðsetning: FSH, gengið inn um kennara inngang og niður í kjallara
Gott að klæðast þægilegum fatnaði. Jógadýnur, teppi og púði fyrir hvernig og einn á staðnum.
Ef þú þarft meiri stuðning fyrir líkamann, velkomið að hafa með þér auka púða eða teppi.

15.000 kr.

8 á lager