Yin jóga og sjálfsmildi – Retreat

Yin jóga og sjálfsmildi – Retreat

Endurnærandi helgardvöl í Tungulendingu á Tjörnesi, dagana 9. – 11. október 2020 með Elínu Ásbjarnardóttur og Huld Hafliðadóttur.

Föstudagur 9. október
Kl. 17 – 19:30
Þátttakendur koma sér fyrir.
Létt næring og glaðningur þegar komið er í hús.
Vinkonur/vinir geta deilt herbergi en einnig verða í boði einstaklingsherbergi.
Föstudagskvöld:
Námskeiðið hefst á hugleiðslu, slökun og ásetningi fyrir helgina. Dýpkum ástundun okkar með því að sýna okkur sjálfsmildi.

Laugardagur 10. október
Við byrjun daginn á stuttri morgunhugleiðslu við sólarupprás.
Að morgunverði loknum leiðir Elín okkur í leyndardóma Yin jóga. Hverri stöðu er haldið lengur en í hefðbundnu jógaflæði, með það að markmiði að losa um djúpa spennu. Fyrir vikið gefst liðamótum, vöðvunum og vefjum tækifæri á að slakna og gefa eftir, lengjast og opna fyrir flæði næringar til þessara mikilvægu parta líkamans.
Eftir hádegishlé er frjáls tími þar sem við hvetjum til léttrar göngu, dagbókarskrifa eða lesturs.
Fáir staðir veita jafn mikla og góða orku og rætur hafsins við Tungulendingu. Hvort sem er í logni eða roki, hleðslan og endurnæringin er mögnuð!

Seinni part laugardags leiðir Huld verkefnavinnu og hugleiðslu fyrir sjálfskærleika.

Laugardagskvöld: Kakóhugleiðsla, djúpslökun og gong fyrir svefninn. Ef veður leyfir kvekjum við lítinn varðeld og nýtum okkur umbreytandi krafta eldsins.

Sunnudagur 11. október
Morgunhugleiðsla við sólarupprás
Morgunverður, Yin jóga, sjálfsmildisvinna, þakklæti og kveðjustund

Dagskrárlok áætluð á sunnudag kl. 14:00

Verð: 38.900 kr.
Athugið að pláss eru takmörkuð.
Innifalið í verði er gisting, allar máltíðir, kakó og kennsla.

Nánar um kennarana:
Huld Hafliðadóttir er jógakennari og gongspilari og hefur kennt jóga á Húsavík og í nærsveitum sl. 10 ár.
Undanfarin misseri hefur Huld lagt áherslu á hugleiðslu og slökun auk þess að bjóða rými fyrir sjálfsmildi og meðvitund. Hún stofnaði Spirit North Jóga og hugleiðslusetur m.a. í þeim tilgangi, en setrið opnaði formlega í febrúar 2019.
Elín Ásbjarnardóttir er Yin-, Hatha- og Powerjógakennari. Hennar helsta áhersla er að mæta sér og öðrum af mýkt og umburðarlindi og hefur hún náð að vinna það inn í kennslutækni sína. Elín hefur iðkað jóga og hugleiðslu með einum eða öðrum hætti í rúman áratug og nýtur þess að dýpka skilning sinn og vitneskju á því sviði á hverjum degi.

38.900 kr.

Ekki til á lager