Yin jóga og sjálfsmildi – Helgarnámskeið með Huld og Elínu

Yin jóga og sjálfsmildi – Helgarnámskeið með Huld og Elínu

Helgarnámskeið 7. – 9. febrúar 2020 í Spirit North jóga og hugleiðslusetri

Föstudagur 7. febrúar kl. 19:30 – 21
Námskeiðið hefst á hugleiðslu, slökun og ásetningi fyrir helgina. Dýpkum ástundun okkar með því að sýna okkur sjálfsmildi.

Laugardagur 8. febrúar kl. 10 – 16
Við byrjum daginn á Yin jóga þar sem Elín leiðir okkur í leyndardóma Yinsins. Hverri stöðu er haldið lengur en í hefðbundnu jógaflæði, með það að markmiði að losa um djúpa spennu. Fyrir vikið gefst liðamótum, vöðvunum og vefjum tækifæri á að slakna og gefa eftir, lengjast og opna fyrir flæði næringar til þessara mikilvægu parta líkamans.

Eftir hádegishlé leiðir Huld hugleiðslu fyrir sjálfskærleika úr safni Yogi Bhajan og að henni lokinni njóta iðkendur hins djúpa, jógíska svefns: Jóga Nidra.

Við endum daginn á sjálfsmildisæfingu.

Val um að fara saman í Sjóböðin að lokinni dagskrá.

Sunnudagur 9. febrúar kl. 10 – 13
Við byrjum á Yin jóga með Elínu og endum á dásamlegri kakóstund með þakklætisæfingu og gongslökun í lokin.

Verð: 15.000 kr.

Athugið að pláss eru takmörkið við 14.

15.000 kr.

4 á lager