Velkomin til Spirit North – við erum staðsett á Húsavík

 

Spirit North er upplifunar konsept með áherslu á jóga, hugleiðslu og náttúrutengingu. 

Við bjóðum upp á reglulega jógatíma yfir veturinn, en einnig sérsniðna tíma, námskeið, ferðir og upplifanir – allan ársins hring. Í nágrenninu er að finna fjöldan allan af heilandi gönguleiðum og töfrastöðum fyrir jógaiðkun, kakó hugleiðslu eða gongslökun. Allt eftir því hvað hentar þér.

Við hlökkum til að taka á móti þér!

Jóga og hugleiðsla

Spirit North býður upp á fjölbreytta jóga- og hugleiðslutíma, bæði samkvæmt stundaskrá og sérsniðna.

Hatha, Kundalini, Nidra, Gong slökun, auk Kakó hugleiðslu hafa verið hvað vinsælastir en einnig viðburður eins og gong siglingar og gong í sjóböðunum.

Upplifun

Spirit North býður upp á hvers konar upplifun sem tengist jóga, hugleiðslu eða slökunar iðkun hvort heldur sem er innandyra eða úti í náttúrunni.

Dæmi um þetta eru Gongsigling á Skjálfanda, Gong í Sjóböðunum, Endurnærandi slökunarferð í Flatey á Skjálfanda, Gönguhugleiðsla í nágrenni Húsavíkur, Kakó hugleiðsla og/eða gongspil úti undir berum himni. 

Þá bjóðum við einnig upp á sérsniðna upplifun fyrir þig – ekki hika við að heyra í okkur varðandi þína hugmynd!

What you seek is seeking you

– Rumi

Spirit North á Instagram