Healing Days in Húsavík

 

DAGSETNINGAR FYRIR HEILANDI DAGA 2019 VERÐA BIRTAR Í NÓVEMBER NK.

Heilandi dagar urðu til vorið 2018 í kjölfar samvinnu nokkurra kvenna. Úr varð nokkurra daga dagskrá þar sem boðið var upp á fjölbreytta tímar af uppbyggjandi jóga, gongslökun, möntruviðburðum og kakóseremóníu á Húsavík fyrir Húsvíkinga og nærsveitunga.

Fyrir viðburðunum stóðu Huld Hafliðadóttir jógakennari frá Húsavík, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur, tónlistarkona og heimildarmyndagerðarkona frá Kaldbak, Harpa Barkardóttir möntrusöngkona og jógakennari, tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira), jógakennarinn og brottflutta Húsavíkurmærin Elín Ásbjarnardóttir og jógakennararnir og eigendur Andagiftar súkkulaðiseturs í Reykjavík: Lára Rúnarsdóttir og Tinna Sverrisdóttir.

Viðburðirnir voru öllum opnir og hægt að mæta á staka viðburði yfir dagana eða kaupa passa fyrir alla viðburðina.

 

DAGSKRÁ 2018

Laugardagur 28. apríl kl. 16 – 19 Súkkulaðiseremónía, möntrur og tónheilun með Tinnu Sverrisdóttur og Láru Rúnarsdóttur frá Andagift súkkulaðisetri. Aðgangseyrir 4500 kr. (súkkulaði innifalið).

Sunnudagur 29. apríl kl. 11-12.30 Yin Yóga með Elínu Ásbjarnardóttur Aðgangseyrir 2000 kr.

Sunnudagur 29. apríl kl. 20 – 21.30 Endurnærandi möntrukvöld með 7 tónlistarkonum og jógakennurum. Harpa Barkardóttir möntrusöngkona leiðir stundina. Aðgangseyrir 3500 kr.

Mánudagur 30. apríl kl. 12 – 13 Gong- og tónheilun með Huld og Hörpu. Aðgangseyrir 2000 kr.

Mánudagur 30. apríl kl. 18 – 19:30 Kundalini jóga með Huld Aðgangseyrir 2000 kr.

Þriðjudagur 1. maí kl. 11 – 12 Ljósríkt spjall um vakandi umgengni við sköpunarkraftinn okkar, með tónlistarkonunni Kiru Kiru. Aðgangseyrir 1000 kr.