Vorið vaknar: 4 vikna Jóga Nidra námskeið

Vorið vaknar: 4 vikna Jóga Nidra námskeið

Vilt þú gefa eftir og finna kærkomna slökun eftir veturinn og fara svífandi inn í vorið?
Ertu með uppsafnaða streitu sem þú myndir vilja létta af þér?
Eða viltu kannski bara gefa þér nærandi gjöf?
Þá gæti þetta námskeið verið fyrir þig.

Jóga nidra, sem merkir “jógískur svefn” er leidd djúðslökun sem byggir á kerfisbundinni röð líkamsvitundar- og öndunaræfinga. Jóga nidra hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Talið er að um 30 mínútna iðkun af jóga nidra sé á við 4 klst svefn. Í jóga nidra er boðið upp á að setja sér persónulegan ásetning (Sankalpa) sem hjálpar til við að losa um gömul og rótgróin hugsana- og hegðunarmynstur.

Rannsóknir á jóga nidra sýna fram á ótvíræðan ávinning, hvað varðar slökun, hugarró en ekki síður ásetning. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á ýmsa lífeðlisfræðilega og sálfræðilega kvilla eins og svefnleysi, fíkni- og ávanahegðun, langvinna sjúkdóma, verkjameðferðir, meðgöngu, öldrunarsjúkdóma, astma auk hjarta- og æðasjúkdóma (t.d. Satyananda Saraswati 2009).

Jóga nidra er mjög áhrifarík iðkun og það eina sem þú þarft að gera er að hlusta, slaka og gefa eftir.

Nýtt 4 vikna námskeið hefst mánudaginn 28. apríl nk. og lýkur 19. maí.
Kærkomið fyrir þau sem vilja fara létt inn í sumarið.
Kennt mánudaga kl. 19:30
Staðsetning: FSH, gengið inn um kennarainngang og niður í kjallara
Hver tími er um 60 mínútur
Kennari: Huld Hafliða
Teppi, dýnur og púðar á staðnum.

10.000 kr.

7 in stock