Draumar og ásetningur – Árið framundan 2025

Draumar og ásetningur – Árið framundan 2025

Í byrjun árs er gott að gefa sér tíma og rými til að staldra við og líta yfir farinn veg; spyrja okkur sjálf spurninga eins og: Er ég að lifa lífinu sem langar í? Hvað veitir mér raunverulega hamingju? Hvað þrái ég innst inni? Lifi ég lífinu af vana eða skapa ég líf mitt meðvitað?

Við gerum upp nýliðið ár (þau sem vilja: hvað skilur það eftir sig, hvert var þema ársins, hverju vil ég halda og hverju vilj ég sleppa?)
Og þannig lítum við heilt yfir líf okkar og veltum fyrir okkur hverju við viljum halda áfram og hverju við viljum breyta.

Hvað vilt þú sjá rætast á nýju ári í þínu lífi? Ert þú skaparinn í þínu lífið? Hvernig skapar þú líf þitt?
Nú, fimmta árið í röð, bjóðum við Drauma og ásetning – notalega kvöldstund með kakóbolla, ásetningi og djúpslökun.

Við komum saman og skrifum niður hugsanir, drauma og ásetning og innsiglum vinnuna með ilmandi helgum kakóbolla frá Gvatemala, leiddri hugleiðslu og gong slökun. Kakóið hjálpar okkur að gefa eftir og slaka á inn í ásetning okkar og gongið hjálpar okkur að losa okkur við það sem þjónar okkur ekki lengur. Við njótum þess að koma saman í samfélagi, draga spil og jafnvel deila reynslu og upplifunum.

Stundin er 2 klst.
Sunnudag 5. janúar kl. 20 – 22
Verð: 4400 kr.
Ath. takmörkuð pláss.

 

 

4.400 kr.

4 in stock