
Endurnærandi sumarsólstöðusigling
*English below*
Komdu með okkur í endurnærandi sumarsólstöðuævintýri á Skjálfanda þann 24. júní nk!
Norðursigling og jógakennararnir Huld Hafliðadóttir og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir hafa átt í góðu samstarfi um árabil þar sem heilandi tónar gongsins hafa sameinast skútusiglingum á Skjálfandaflóa með töfrandi árangri. Þá hafa Huld og Arnbjörg boðið upp á endurnærandi retreat (hlédrag) í Flatey síðastliðin sumur.
Í sumar ætlum við að sameina þessar upplifanir og bjóða upp á *Endurnærandi sumarsólstöðusiglingu* með viðkomu í Flatey.
Farið er frá Húsavík kl. 16:00 þriðjudaginn 24. júní – á Jónsmessu – og áætluð heimkoma kl. 00:00 (8 klst).
Í þessari mögnuðu siglingu um Skjálfanda, fyrsta Vonarsvæðið við Íslandsstrendur, munum við tengja við náttúru og dýralíf, njóta heilandi tóna gongsins á skonnortunni Hildi og stíga í land á hinni sögufrægu og friðsælu Flatey á Skjálfanda þar sem við bjóðum upp m.a. upp á sumarsólstöðusúpu, núvitundargöngu og sumarsólstöðuhugleiðslu við eldstæði.
Við hlökkum til að halda upp á sumarsólstöður með þessum endurnærandi og upplyftandi hætti.
Verð fyrir ferðina, innifalin súpa og öll dagskrá: kr. 24.900
Bókanir og nánari upplýsingar má finna hér: https://www.northsailing.is/tour/sailing-with-gong
– – – – – – – – – – –
Come and join us for a unique Summer Solstice adventure in Skjálfandi Bay!
North Sailing and the yoga teachers Huld Hafliðadóttir and Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir have collaboration for years, where the healing tones of the gong have been combined with boat cruises on Skjálfandaflói with magical results. Huld and Arnbjörg have also offered a rejuvenating retreats in Flatey in recent years.
This summer we plan to combine these experiences and offer a *Summer Solstice Peace and Meditation Journey* with a few hour visit to tranquil Flatey island that serves as the perfect platform to unwind, take a deep breath, and meditate.
We leave Húsavík at 16:00 on Tuesday June 24th – Midsummer – and will return to Húsavík approximately at 00:00. (8 hours with a stop in Flatey).
In this amazing journey on Skjálfandi Bay, the first Hope Spot in Iceland, we will connect with nature and wildlife, enjoy the healing sound of the gong onboard schooner Hildur, disembark on the historic Flatey island in Skjálfandi Bay, where we offer, among other things, warm solstice soup, mindful walk and solstice meditation by the fireplace.
We look forward to celebrating summer solstice in this unique and uplifting way.
Price: ISK 24.900
For bookings, visit: https://www.northsailing.is/tour/sailing-with-gong