Gjafabréf – Dúnmjúkt ferðalag
Gjöf sem gefur.
Gjafabréf í Dúnmjúkt ferðalag – heilun á bekk.
Dúnmjúkt ferðalag – Heilun á bekk er blanda af hljóðheilun, þar sem ég nota ýmis hljóðfæri, eins og gong, tónkvíslar, söngskálar, haftrommu og regnstaf – eftir því hvað kallar hverju sinni.
Einnig notast ég við pendúl og spil.
Tíminn er um klukkustund og hefst á stuttu spjalli yfir helgu kakói eða tei.
Heilun er náttúruleg leið líkamans til að leiðrétta orkuflæði, hvort sem ójafnvægi birtist sem líkamleg, tilfinningaleg eða andleg vanlíðan. Einkatími í heilun getur stutt við okkur á leið okkar til endurheimtar og hjálpað okkur að losa um orkustíflur, hugsanamynstur, öðlast djúpa ró, slökun og innri friðsæld.
11.100 kr.