Hugleiðslur í náttúrunni

Hugleiðslur í náttúrunni

Náttúran og þú – Útihugleiðsluferðalag í fimm hlutum

Náttúran er ekki bara staður sem við heimsækjum – hún er heima. Þar sem við erum hvað mest lifandi. Þar sem við finnum, skynjum og upplifum. Þar sem við getum komið heim í okkur sjálf.

Náttúran og þú er fimm skipta útihugleiðslunámskeið þar sem við komum saman undir berum himni og njótum þess að vera, skynja og upplifa tengingu við okkur sjálf og náttúruna. Með því að staldra við og tengjast náttúrunni meðvitað – í gegnum hreyfingu, skynjun, öndun og kyrrð – opnum við fyrir nýja upplifun á okkur sjálfum og umhverfinu.

Rannsóknir sýna að hugleiðsla úti í náttúrunni getur dregið úr streitu, aukið sköpunarkraft og stuðlað að vellíðan. Að vera meðvituð úti við – í samhljómi við umhverfið, veður, hljóð og ilm – getur dýpkað tengsl okkar við móður jörð og dregið okkur inn í núið á einstakan hátt.

Við hittumst á ákveðnum stað í hverri viku og notum meðvitaða göngu (núvitundargöngu) að hugleiðslustaðnum okkar, sem er breytilegur milli vikna. Yfir vikurnar fimm tengjumst við frumefnunum fjórum – jörð, eldi, vatni og lofti – og könnum hvernig þau birtast í umhverfi okkar og í okkur sjálfum.

Við gerum léttar öndunaræfingar, núvitundaræfingar og hugleiðum yfir helgum kakóbolla frá Suður-Ameríku – sem hjálpar til við að opna hjartað og dýpka tengingu okkar við líkamann, jörðina og hvert annað.

Saman sköpum við rými fyrir tengingu, kyrrð og nærveru.
Saman sköpum við samfélag sem nærir – innan frá og út.

Hagnýtar upplýsingar:
Verð fyrir námskeið er 15.000 kr.
Miðvikudaga kl. 20:00 – 21:00 (ath. eitt þriðjudagskvöld)
Upphafsstaðsetning (meeting point) er auglýst fyrir hvern miðvikudag fyrir sig.
4. júní
10. júní (ath. þriðjudagur)
18. júní
25. júní
2. júlí

Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, en við mætum náttúrunni þar sem hún er hverju sinni.

Við erum náttúruvæn og notum fjölnota bolla/mál; komdu með þitt eigið mál.

15.000 kr.

10 in stock