Uppselt: Hugleiðslur í náttúrunni
Náttúran er ekki staður sem við heimsækjum – náttúran er heima. Þar sem við erum hvað mest lifandi. Þar sem við finnum, skynjum og upplifum.
Náttúran og þú er fimm skipta námskeið, þar sem við komum saman í náttúrunni, úti undir berum himni og njótum þess að skyna og tengja við náttúruna og skynja og tengja við okkur sjálf. Heim í okkur.
Við hittumst á ákveðnum stað og notum núvitundargöngu að hugleiðslustaðnum okkar, sem er breytilegur milli vikna. Við tengjum við elementin fjögur: Jörð, eld, vatn og loft og skoðum hvernig þau birtast í náttúrunni, snerta við okkur og hvernig þau birtast í okkur.
Við gerum öndunar- og núvitundaræfingar og hugleiðum yfir helgum kakóbolla frá Gvatemala.
Hagnýtar upplýsingar:
Verð fyrir námskeið er 15.000 kr.
Þriðjudaga kl. 20:00 – 21:00
Upphafsstaðsetning (meeting point) er auglýst fyrir hvern þriðjudag fyrir sig.
11. júní
18. júní
25. júní
2. júlí
9. júlí
Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, en við mætum náttúrunni þar sem hún er hverju sinni.
Við erum náttúruvæn og notum fjölnota bolla/mál; komdu með þitt eigið mál.
15.000 kr.
Out of stock