Jóga Nidra FRÆ

Jóga Nidra FRÆ

Persónuleg Jóga Nidra hugleiðsla – fyrir þinn einstaka ásetning – og eftirfylgni í 8 vikur

Það er fátt dýrmætara en getan til að halda ró sinni í miðju auga stormsins. Með tíma og ástundun verður innri ró okkar að ytri ró og ytri ró okkar hefur áhrif á allt okkar nánasta umhverfi. Persónulegur ásetningur fer að bera ávöxt og við sjáum áþreifanlega breytingu í lífi okkar.

Jóga Nidra FRÆ er 8 vikna námskeið, þar sem þú færð persónumiðaða jóga nidra hugleiðslu til heimaástundunar. Þú ástundar að lágmarki 3x í viku (30 mínútur í senn), þegar þér hentar.

Innifalið í FRÆINU er:

  • 1x 30 mínútna viðtal þar sem við finnum þinn persónulega ásetning (þ.e. hvað það er sem þú vilt leggja áherslu á, sá fræjum um, gera að ásetningi)
  • 1x 30 mínútna persónuleg Jóga Nidra hugleiðsla, sniðin að þínum ásetningi (sem þú getur vistað og átt)
  • 8x 33 mg skammtar af heilögu kakói frá Gvatemala sem þú getur drukkið þegar þér hentar
  • PDF hefti til að fylgjast með ástundun, líðan og nýta fyrir persónulega eftirfylgni
  • Vikuleg eftirfylgni þar sem við förum yfir stöðuna saman

 

Verð kr. 24.000

Kennari og leiðbeinandi er Huld Hafliðadóttir jógakennari, jóga nidra kennari og stofnandi og eigandi Spirit North. Huld hefur kennt jóga í yfir 10 ár og jóga nidra í 4 ár. Hún hefur kennararéttindi í jóga nidra frá bæði Matsyendra Saraswati og Kamini Desai frá Amrit Yoga Institute.

 

30.000 kr. 24.000 kr.