Kakó hugleiðsla, djúpslökun og gong – heima í stofu
Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem ríkja í samfélaginu (og heiminum öllum) þá erum við hægt og rólega að læra nýjan takt og skapa okkur nýjar venjur.
Mig langar til að bjóða upp á Kakó hugleiðslu, djúpslökun og gong sem þú getur hlustað á heima hjá þér, þegar þér hentar og þannig getur þú skapað þinn eigin griðastað til hugleiðsluiðkunar og slökunar.
Ef þú átt nú þegar kakó til heimaiðkunar, þá er þessi tími fullkomin viðbót.
Ef þú vilt kaupa kakó til heimaiðkunar þá geturðu gert það hér á heimasíðunni og færð þennan tíma í kaupbæti.
Upptakan verður aðgengileg innan skamms.
Þú getur hlustað þegar þér hentar. Það eina sem þú þarft er snjalltæki/spilari og heyrnatól (ekki nauðsynleg, en betri fyrir hljómgæði)
Ég hlakka til að deila með þér.
1.500 kr.