Kakó hugleiðsla, djúpslökun og gong – 12.04.2024

Kakó hugleiðsla, djúpslökun og gong – 12.04.2024

Við komum saman og hugleiðum yfir helgum kakóbolla frá regnskógum Gvatemala, setjum okkur ásetning og njótum leiddrar djúpslökunar (Jóga Nidra). Við innsiglum síðan stundina með enn dýpri gongslökun.

Hreint kakó frá regnskógum mið- og suður Ameríku hefur verið kallað “Guðafæða” og kölluðu Maya indjánar suður Ameríku drykkinn “blóð hjartans” en drykkur er talinn vera hjartaopnandi. Kakóplantan er ein magnesíumríkasta jurt á jörðinni auk þess að vera bæði næringarrík og steinefnarík. Hér má lesa meira um kakóið.

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun,þar sem aðeins heyrnin heldur okkur í vitund. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Að leiddri slökun lokinni mun Huld spila á Niburu gong, en gongið hefur þá eiginleika að geta fært okkur enn dýpri slökun, handan hugsana. Gongið getur hjálpað til við losa um gömul mynstur, bæði huga og líka. Fullkomin eftirgjöf við gongspil gefur tækifærri til djúprar heilunar.

Gott er að klæðast þægilegum fötum, hafa með sér teppi (jafnvel tvö) og lítinn/mjúkan púða ef þarf undir höfuð.

Tíminn er um 75 mínútur
Verð með kakóbolla kr. 3000 – án kakóbolla kr. 2500

3.000 kr.

Out of stock