6 vikna Jóga Nidra námskeið – Hópur 2

6 vikna Jóga Nidra námskeið – Hópur 2

Þarft þú á slökun og eftirgjöf að halda?
Ert þú uppfull/ur af streitu?
Eða viltu kannski bara gefa þér nærandi gjöf?
Þá gæti þetta námskeið verið fyrir þig.

Jóga nidra, sem merkir “jógískur svefn” er leidd djúðslökun sem byggir á kerfisbundinni röð líkamsvitundar- og öndunaræfinga. Jóga nidra hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Talið er að um 30 mínútna iðkun af jóga nidra sé á við 4 klst svefn. Í jóga nidra er boðið upp á að setja sér persónulegan ásetning (Sankalpa) sem hjálpar til við að losa um gömul og rótgróin hugsana- og hegðunarmynstur.
Rannsóknir á jóga nidra 
sýna fram á ótvíræðan ávinning, hvað varðar slökun, hugarró en ekki síður ásetning. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á ýmsa lífeðlisfræðilega og sálfræðilega kvilla eins og svefnleysi, fíkni- og ávanahegðun, langvinna sjúkdóma, verkjameðferðir, meðgöngu, öldrunarsjúkdóma, astma auk hjarta- og æðasjúkdóma (t.d. Satyananda Saraswati 2009).

Jóga nidra er mjög áhrifarík iðkun og það eina sem þú þarft að gera er að hlusta, slaka og gefa eftir.

Nýtt 6 vikna námskeið hefst miðvikudaginn 4. september 2024 – síðasti tíminn er 9. október.
Kennt miðvikudaga kl. 17:30
Staðsetning: FSH, gengið inn um kennarainngang og niður í kjallara
Hver tími er um 60 mínútur
Kennari: Huld Hafliða
Teppi, dýnur og púðar á staðnum.

15.000 kr.

Out of stock