Pop-Up Jóga Nidra tími með Jónu Birnu

Pop-Up Jóga Nidra tími með Jónu Birnu

Pop-Up Jóga Nidra tími með Jónu Birnu mánudaginn 29. desember.

Jóna Birna býður þér að stíga út úr hraða hversdagsins og inn í djúpa, nærandi kyrrð. Það eina sem þú þarft að gera er að hlusta, slaka og gefa eftir.

Jóga nidra, sem merkir “jógískur svefn” er liggjandi leidd djúpslökun sem byggir á kerfisbundinni röð líkamsvitundar- og öndunaræfinga. Jóga nidra hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Talið er að um 30 mínútna iðkun af jóga nidra sé á við 4 klst svefn.

Rannsóknir á jóga nidra sýna fram á ótvíræðan ávinning, hvað varðar slökun, hugarró en ekki síður ásetning. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á ýmsa lífeðlisfræðilega og sálfræðilega kvilla eins og svefnleysi, fíkni- og ávanahegðun, langvinna sjúkdóma, verkjameðferðir, meðgöngu, öldrunarsjúkdóma, astma auk hjarta- og æðasjúkdóma (t.d. Satyananda Saraswati 2009).

Þessi stund hentar öllum – líka þeim sem aldrei hafa prófað jóga nidra áður.

Gott er að klæðast þægilegum fötum.
Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum.
Tíminn er um 60 mínútur
Verð kr. 2700

2.700 kr.

11 in stock