Flatey 2022 – Jóga og hugleiðsluferð

Flatey 2022 – Jóga og hugleiðsluferð

Vertu velkomin í hvíld, slökun og endurnærandi dvöl fyrir líkama, huga og sál í tímalausri náttúru Flateyjar á Skjálfanda.

Brottför föstudaginn 1. júlí kl. 9:30
Heimför sunnudaginn 3. júlí kl. 13

Jógakennararnir og náttúruunnendurnir Huld Hafliðadóttir og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir skapa rými fyrir þig til að blómstra fjarri ys og þys hversdagsins.
Við bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá frá hádegi á föstudegi til hádegis á sunnudag. Tveir dagar og nætur til endurstillingar, sjálfsuppbyggingar og hvíldar.
Jóga, hugleiðsla, gönguferðir um svæðið, Jóga Nidra, náttúrutenging, gongspil, tónheilun og kakóstund með hreinu kakó frá Gvatemala (eða jurtate fyrir þá sem kjósa).
Við munum nærast í núvitund og bjóða upp á hollt og litríkt fæði.
Við gistum saman í eynni í húsi sem nefnist Sólborg.
Við bjóðum alla velkomna, byrjendur sem lengra komna í þetta ævintýri með okkur.
Takmarkaður fjöldi kemst að svo skráðu þig snemma.
Verð 65.000
Við skráningu greiðist 15.000 kr. staðfestingargjald
Innifalið í verði eru allar máltíðir, bátsferð til og frá eynni, gisting í uppábúnum rúmum og öll dagskrá.
Hér eru nokkur orð frá þátttakendum síðustu ára:
“Þetta var einstök upplifun, frábær náttura, kyrrð. Ég hef ekki upplifað það nokkurstaðar það sem ég fékk út úr þessari ferð, fannst ég hafa verið í marga sólarhringa, en hefði samt viljað hafa þetta lengra 😊 klukkuleysið, jogað, gongið, gönguferðir…Maturinn frábær. 😚😚 Fer örugglega aftur😊😉 ”

“Þessi ferð var var frábær í alla staði, útijóga, innijóga, gönguferðir um eyjuna, maturinn og samveran, verður ekki toppað.”

65.000 kr.

Out of stock