Sat Nam Rasayan heilun
Ég er nemandi á 2. stigi í Sat Nam Rasayan hugleiðsluheilun. Kennarinn minn er hinn þýski Sven Butz, opinber kennari SNR á Íslandi. Sven hefur iðkað Sat Nam Rasayan í yfir 20 ár og kennir bæði stig 1 og 2 af því. Auk þess heldur hann námskeið og hlédrög út um allan heim.
Sat Nam Rasayan er aldagömul hugleiðslu- og heilunartækni innan Kundalini jógafræðanna. Sat Nam Rasayan þýðir djúp slökun í sönnu sjálfi og er einfaldlega heilun í núvitund. Þessi áhrifaríka aðferð heilar og græðir tilfinningalegt og líkamlegt ójafnvægi, losar um spennu úr líkama, huga og sál og hjálpar líkamanum að endurheimta eðlislægt jafnvægi. Sá sem þiggur heilun finnur fyrir jafnvægi og kyrru hugarástandi líkt og því sem er að finna í jóga og hugleiðslu.
Sat Nam Rasayan dýpkar núvitund, sjálfsmeðvitund og hæfni til raunverulegrar skynjunar. Með því opnast tækifæri til að upplifa og meðtaka lífið sjálft eins og það er í raun og veru. Sat Nam Rasayan nýtist mér einstaklega vel í Kundalini jógakennslu, en einnig gætir áhrifanna þegar ég spila á gong. Síðar mun ég bjóða upp á einkatíma í Sat Nam Rasayan heilun.
Einu sinni í mánuði er boðið upp á Live hugleiðslustund í gegnum Facebook með Sven og er hægt að fylgjast með því á Facebooksíðu Sat Nam Rasayan Ísland.
Silence is the greatest healer.
– Yogi Bhajan
Gongslökun
Gong er fornt og heilagt hljóðfæri fyrir heilun, endurnýjun og umbreytingu. Gong gefur frá sér sterka hljóðbylgju, næstum áþreifanlega við snertingu, sem örvar líkamann með því að hafa áhrif á yfirborð húðarinnar og sérhverja frumu. Líkamlega losar gonghljómurinn um spennu og hindranir í líkamanum og örvar starfsemi innkirtlakerfisins og taugakerfisins, það eykur lífsorku og bætir blóðrásina.
Gongin frá Paiste eru framleidd með það í huga að vera heilunartæki. Paiste framleiðir bæði svokölluð Symphonic gong og einnig gong smíðuð eftir mismunandi sporbrautar eiginleikum jarðarinnar, tunglsins, sólarinnar og plánetanna samkvæmt útreikningum Hans Cousto. Hljóðin sem gongið framkallar eru þau sömu og heyrast í útgeimi, þau eru hljóð sköpunar. Gongslökun er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Gongið hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir. Hljóðin sem gongið framkallar eru hljóð sköpunar, taka þig ýmist upp í himinhvolfið eða djúpt inn í nærandi slökun. Gong slökun er mögnuð
leið að “sleppa takinu” og falla frjálst í djúpa innri kyrrð. Sagt er að hugurinn hafi engar varnir gagnvart hljómum gongsins.
Ég spila á Nibiru gong. Nibiru er stillt E hljómi. Nibiru stendur fyrir framþróun, tilfinningalega upplausn og uppljómun. Sem meðferðartæki hjálpar það til við að heila vandamál kynslóða, auðveldar okkur að sjá og viðurkenna okkar sönnu andlegu leið og veru okkar hér, brýtur í gegnum hamlandi mynstur og hjálpar okkur að skapa nýja sögu um uppruna okkar. Nibiru gongið hjálpar okkur líka að takast á við djúpstæða sorg og órökréttan ótta.
Ég býð upp á staka tíma í gongslökun sem auglýstir eru reglulega.
The mind has no power to resist a gong that is well played.
-Yogi Bhajan
Kundalini jóga
Ég kenni Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Tímar eru tvisvar í viku, mánudaga kl. 18 og fimmtudaga kl. 20.
Um Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan
Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er eitt elsta form af jóga sem stundað er í heiminum í dag, oft kallað móðir alls jóga. Jóga merkir eining eða sameining. “To yoke”, en þessi sameining getur átt við margt. Hún getur átt við þá upplifun okkar að við séum hluti af einhverju, að við tilheyrum, hvort sem er samfélaginu eða einhverju stærra samhengi. Hún getur einnig átt við sameiningu okkar við minni hópa, fjölskyldur, vinahópa og síðast en ekki síst getur hún átt við sameiningu okkar við okkur sjálf, þegar við tengjumst okkar innsta og besta, æðri mætti eða þegar við upplifun heilun á líkama, huga og sál; þessum þríhyrning sem er einnig táknrænn fyrir jóga og margar aðrar andlegar leiðir. Margir þekkja þá upplifun að finnast þeir vera útundan, einmana og er upplifunin jafnvel aldrei sterkari en í stórum hóp. Upplifun þess að tengjast ekki – ná ekki sambandi. Í raun má segja að jóga sé akkúrat andstæðan og jóga mætir okkur þar sem við erum. Þannig getur jóga verið svo miklu, miklu meira en líkamlegar æfingar og teygjur og getur þjónað hverjum og einum á margan og mismunandi hátt.
Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan byggist upp á upphitun, fyrirfram ákveðinni röð æfinga sem við köllum Kriyu, slökun og hugleiðslu, en hver og einn fyrrgreindra þátta er órjúfanlegur hluti af jóga eins og Yogi Bhajan kenndi það. Inni í þessum þáttum tvinnast svo saman öndun, líkams- og handstöður, augnfókus og möntrur.
Ævaforn vísindi
Kundalini jóga er ævaforn tækni, en í þúsundir ára hafa jógar í austri þróað með sér aðferðir til heilsueflingar, sem sumar hverjar eru vesturlandabúum framandi. Til að mynda hafa þeir komist að áhrifum hverrar og einnar æfingar innan líkama, hugar eða sálar og vinnur Kundalini jóga markvisst að því að styrkja ónæmiskerfið, örva innkirtlastarfsemina (hormónaflæði), auk þess að styrkja einstök
líffæri og virkni þeirra. Blóðflæði eykst og með ákveðinni öndun fer af stað hreinsunarferli í blóðrásinni. Þegar við réttum úr bakinu auðveldum við einnig allt orkuflæði um líkamann, ma. flæði mænuvökvans sem flæðir meðfram hryggjarsúlunni, en gott flæði mænuvökvands tengist til að mynda góðu minni.
Tækni öndunnar
Það hvernig við öndum hefur áhrif á okkur í daglegu lífi. Þannig getur hæg djúp öndun haft áhrif á allt neikvætt hugarástand, en hæg djúp öndun færir líkamann ósjálfrátt í læknandi ástand (hver kannast ekki við bréfpoka-öndunina í amerísku bíómyndunum?). Að sama skapi fylgir öllu neikvæðu hugarástandi, ss. reiði, gremju, depurð, kvíða og stressi hröð og stutt öndun og við stöndum okkur að því að eiga erfitt með að anda djúpt, eða slaka á. Með hægri djúpri öndun getum við marvisst haft áhrif á líðan okkar. Við vesturlandabúar eigum það til að anda öfugt við það sem líkaminn ætlar okkur. Þegar við öndum djúpt að, þá viljum við draga kviðinn inn og þenja út brjóstkassann, þegar í raun það ætti að vera akkúrat öfugt, til þess að hámarka loftrými í líkamanum. Við ættum að þenja út kviðinn þegar við öndum djúpt að og draga hann inn þegar við öndum frá. Þessa tækni kennir Kundalini jóga, auk annarar flóknari öndunartækni.
Mig langar til að færa þér dýptina og styrkinn innra með þér, frumútgáfuna af þér.
-Yogi Bhajan
Jóga Nidra
Ég leiði Jóga Nidra djúpslökunartíma tvisvar í mánuði. Tímar eru annan hvern sunnudag kl. 17.
Um Jóga Nidra
Jóga Nidra er forn jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Ekki síst vegna þess að aðferðin losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.
Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun, mætti líka kalla liggjandi hugleiðslu. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.
Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar!
Jóga Nidra leiðir til vakningar varðandi öndunartækni, orku og líkamsvitund. Leitt er inn í slökunina með mismunandi hætti og smám saman er farið inn á dýpstu svið slökunar. Þar getur líkaminn heilað sig, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sjúkdóma.
Um Yogi Bhajan
Yogi Bhajan (1929 – 2004) var Indverskur meistari í Hatha jóga og Kundalini jóga. Hann kom frá Indlandi til vesturlanda í desember árið 1968 og hóf að breiða út boðskap Kundalini jóga í byrjun árs 1969. Hann valdi Kundalini jóga framyfir Hatha jóga vegna þess að hann sagði það jóga komandi tíma. Kundalini jóga er kraftmikið og skjótvirkt og hentar vel á tímum þar sem hraði er mikill og tími oft af skornum skammti. Fram að þessum tímamótum hafði Kundalini jóga einungis verið stundað af
ákveðnum hópi jóga á Indlandi og færst frá einum meistara til hins næsta, þar sem aðeins útvaldir fengu tækifæri til að læra það. Þar af leiðandi urðu meistararnir á Indlandi öskuillir þegar Yogi Bhajan hugðist breiða það út til stórra hópa á Vesturlöndum, hann var í þann mund að opnbera heilagt leyndarmál þeirra. Yogi Bhajan, hins vegar, taldi okkur mennina vera að ganga inn í tíma þar sem ekki ættu að vera nein leyndarmál, hann hélt ró sinni og svaraði einfaldlega: “Heimurinn þarfnast þess”. Frá því að Yogi Bhajan kom fyrst til Vesturlanda hefur Kundalini jóga breiðst hratt um heiminn og er nú kennt í yfir 60 löndum og fer þeim hratt fjölgandi.
Upprunalegt jóga.
Eins og fram hefur komið breiðist Kundalini jóga nú hratt um heiminn og erum við íslensku kennararnir aðeins þriðja kynslóð kennara, en kennararnir okkar eru jógar sem bæði bjuggu með og lærðu af Yoga Bhajan, þannig að vitneskjan sem kemur til okkar er óbreytt og hefur ekki verið rifin úr samhengi.
Ein ástæða þess að Kundalini jóga varðveitist þetta vel, þrátt fyrir útbreiðslu á vesturlöndum er sú að kennurunum er ekki heimilt að breyta kennsluefninu. Það er, við förum svo að segja alltaf “eftir bókinni”. Þannig erum við að kenna ævaforna tækni sem varðveist hefur á Indlandi svo öldum skiptir. Ef við breytum tímalengd æfinga til að mynda eða sleppum þeim æfingum sem okkur líkar ekki, erum
við að hamla þeim markvissu áhrifum sem hver æfing færir okkur.