Ilmkjarnaolíur

Ilmkjarnaolíur eru kraftmikil náttúruafurð sem eru fengnar með eimingu úr rótum, blöðum, blómum og trjákvoðu plantna. Þær geta verið misjafnar gæðum og skipta t.d. gæði plöntunnar, ræktunarskilyrði og aðferðin við að ná olíunni miklu. Ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar í þúsundir ára og þær geta virkað græðandi, sótthreinsandi, róandi, styrkjandi og verkjastillandi svo eitthvað sé nefnt. Þær er hægt að nota í daglegu lífi við alls kyns kvillum eins og kvefi, fyrir svefninn, á bólur og bit, við aumum vöðvum og stirðum liðum, þá eru þær frábær viðbót við baðið, í nálarstungur, nudd og margt fleira. Þær virka líka á huga okkar og anda.

Ég kynntist ilmkjarnaolíum fyrst fyrir hátt í 10 árum, þá að reyna að fæla ketti frá húsveggnum mínum. Mér var ráðlagt að spreyja sítrus olíu á svæðið. Eftir það var ekki aftur snúið. Ég fór að nota sítrus kjarnaolíur til að þrífa heimilið og með árunum kynntist ég fleiri olíum eins og hinni róandi Lavender, Eucalyptus gegn kvefi og Bergamot jurtinni til að skerpa hugann. Mjög fljótt fann ég mun á gæðum olíanna og fór að lesa mér til. Fyrir mér er mikilvægt að olíurnar séu hreinar og framleiðsluferlið opið.

Mínar uppáhalds olíur eru frá fyrirtæki sem heitir Young Living en þær eru skilgreindar sem meðferðarolíur (therapeutic grade). Ég hef notað þær í yfir 5 ár. Olíurnar hafa m.a. hjálpað mér í gegnum erfiðleika í lífinu, óvissutíma, veikindi og andlát ástvina og sorgarúrvinnslu.

Ég er opinber meðlimur hjá Young Living. Í því felst að ég er söluaðili fyrir olíurnar (og aðrar vörur YL), en einnig get ég aðstoðað nýja aðila við að gerast meðlimir og panta sjálfir í gegnum netverslun Young Living.

Plants have the ability to shift consciousness; they speak to the soul and reach deep in a cave called Antar, where the essence and character live. If used consciously, the plant will connect to the amygdala, where emotions and traumas reside. It can be wiped out!

-Yogi Bhajan