Kennarar

Kennarar hjá Spirit North veturinn 2022 – 2023
Einnig bjóðum við styttri námskeið/workshop með öðrum kennurum

Huld Hafliðadóttir, eigandi Spirit North

Jóga  Nidra – Gongslökun – Kundalini jóga – Yin jóga – Kakóhugleiðlsa  – Ýmis námskeið

-Lífið sjálft er hið raunverulega jóga-

Áhugi minn á jóga kviknaði fyrir alvöru eftir að ég átti dóttur mína í árslok 2007. Eftir fæðinguna og á fyrstu mánuðunum með henni fann ég að ég tengdist líkama mínum, sjálfri mér og innsæinu mínu á einhvern nýjan hátt sem ég hafði ekki upplifað áður. Ég hafði þó verið í 12 spora samtökum um nokkurra ára skeið og unnið mikla sjálfsvinnu þá þegar.
Þegar miðjubarnið mitt var 3ja mánaða fór ég síðan á mitt fyrsta Kundalini jóga námskeið og ég man eftir að hafa komið heim úr jógatíma og sagt við manninn minn: “Þessu ætla ég aldrei að hætta”. Þetta voru sannarlega stór orð, en jógaástundunin færði mig á einhvern óútskýrðan hátt nær sjálfri mér og var eins og týnda púslið í lífspúslinu mínu.
Nokkrum mánuðum síðar skráði ég mig svo sjálf í kennaranám í Kundalini jóga hjá Kundalini Research Institute í gegnum Auði í Jógasetrinu og útskrifaðist með kennsluréttindi síðsumars 2010. Það var umbreytandi nám sem breytti lífi mínu á margan hátt.
Fyrstu 10 árin kenndi ég Kundalini jóga 2x í viku og síðar bætti ég við námið og bauð upp á fjölbreyttari tíma og námskeið. 
Ég hef kennt börnum jóga í skipulögðu skólastarfi, sem og utan skóla, (allt frá leikskólabörnum og til framhaldsskólanema) ég hef kennt skrifstofujóga- og slökun og kennt jóga fyrir hópa með sérþarfir. Ég hef reglulega haldið námskeið á Laugum, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. 
Undanfarin misseri hef ég lagt mesta áherslu á slökun og hugleiðslu. 
Hér fyrir neðan er það sem ég hef numið í tengslum við jóga, slökun og hugleiðslu. 

Grunnur:
2010 Kundalini Research Institute, 200 klst. Kennararéttindi, viðurkennd af Intl. Yoga Alliance

Viðbætur:
2012 Childplay Yoga, krakkajógakennsluréttindin, 25 klst.
2013-2015 Sat Nam Rasayan heilunartækni Level 1 og hluti af Level 2
2014 Conscious Communication, KRI Level 2, 62 klst.
2015 Radiant Child Yoga, barnajógakennsluréttindin, 25 klst.
2017 Gong Grunnur, 10 klst.
2018 Yoga Nidra með Matsyendra, 20 klst
2020 Yoga Nidra Immersion og Certification, 100 klst. frá Amrit Yoga Institute
2022 Yin jóga kennararéttindi, 50 klst. frá Karma jógastúdíó

Nele Beitelstein

Hatha – Vinyasa – Flæði

„Yoga is not about self improvement, it’s about self acceptance.”
-Gurmukh Kaur Khalsa
My Name is Nele and I’m originally from Germany. 8 Years ago I came to Iceland for a semester abroad and since then my life changed completely. I fell in love with the country, people and the way of living and so I decided to make Iceland my new home and stayed. Today I’m  living with my icelandic husband and two year old son in Húsavík.
Yoga Practice is a big part of my life for about 20 years now. During the years I got to know a lot of very different yoga styles and directions (including Sivananda, Ashtanga, Vinyasa, Ying, Kundalini Yoga etc.). With doing a yoga teacher course 2019, I fulfilled a dream of mine. I decided to educate myself in the traditional school of Sivananda Yoga, because I believe that having a stable and well-founded base in anatomy of the body, in philosophy and history of yoga is important for teaching. Up on this foundation I create my yoga classes.
Education:
Licensed Teacher according the rules of
the International Yoga Alliance (RYS 200)
– Professional dance training in ballet and contemporary dance / Tanzwerkstatt Würzburg/ 2001-2004                                                                         – Hatha Yoga Teacher Training 200h  (ISYVC/TCC)/ Reith/ 2019
– Nauka Yoga/ Eibelstadt/ regular student in her classes since 2019- ongoing
– Laughter Yoga 16h/ Akureyri/ 2019
– Advanced Yoga Teachers Training 45h/ Oy-Mittelberg/ Yoga Vidya/ 2019                                                                – Chair Yoga 20h/ Saarbrücken/ 2020
– The Heart of Yoga Online Immersion/ online/ 2021
– Online Teacher Training Mark Whitwell/ online/ 2023

Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir

Kundalini – Gongslökun

The quieter you become, the more you are able to hear

– Rumi