Upphafið
Spirit North varð til sem heildarhugmynd/konsept vorið 2018. Fyrir þann tíma hafði ég (Huld, eigandi og stofnandi) kennt jóga og hugleiðslu í 8 ára á Húsavík og í nágrenni, fyrir alla aldurshópa og almennt frá unglingsaldri verið andlega þenkjandi.
Í gegnum árin, í öllum aðstæðum hefur sjálfsvinna hjálpað mér og styrkt mig og síðast en ekki síst hvatt mig til að deila reynslunni með öðrum. Því oftar en ekki felst mesti lærdómurinn og þroskinn í að opna sig og deila með öðrum. Hugmyndin um Spirit North var því að skapa umgjörð um mig, kennsluna mína og áhugasvið.
Þegar hugmyndin fór fyrst í loftið, vorið 2018, hafði ég óljósan grun um hvað framundan væri en þetta skrifaði ég orðrétt:
“Ég sé það fyrir mér vaxa og dafna. Spirit North er einnig vettvangur fyrir aðra jógakennara, tónheilara og ferska vinda og frjálsa anda til að koma til Húsavíkur og halda námskeið og viðburði.”
Það má segja að þetta hafi ræst og meira til, því nú er Spirit North líka til í formi lítils jógaseturs ásamt gistiheimili. Þ.e. Jóga, gisting og upplifun.
The practice of peace and reconciliation is one of the most vital and artistic of human actions
– Thich Nhat Hanh