Ró Heima #2

 

Ég mæli með að þú búir þér stað heimafyrir sem þér líður vel á, hvort sem það er dýna á gólfinu, þægilegur stóll eða jafnvel rúm. Lyftu undir hnén ef þú vilt og breiddu yfir þig hlýtt teppi. Mundu að líkamshitinn fellur í slökun og það getur verið óþægilegt að vakna upp í kulda eftir djúpa slökun.

Fyrir sem besta upplifun mæli ég með góðum og einangruðum heyrnatólum, ró, næði og mýkt.