Margir eru forvitnir um hvað það er sem gongið gerir nákvæmlega, en gongin frá Paiste eru smíðuð sem heilunartæki. Ég tók saman helstu upplýsingar um Nibiru gongið, sem er gongið sem ég spila á.

Nibiru gongið hljómar í tóntegundinni E. Það stendur fyrir þróun, tilfinningalega upplausn og uppljómun.

Það tengist stjörnumerkinu Vog og öllum orkustöðvum í heild/árunni okkar.

Liturinn sem Nibiru tengist er gulur – tíðnin er 161.26 hertz

Eiginleikar Nibiru gongsins er: Sköpunarkraftur, uppgötvun og að finna og tengja við rætur sínar og uppruna, kröftugar vitundarbreytingar/vitundarvakning.

Til heilunar: Nibiru heilar genatísk vandkvæði; auðveldar okkur að þekkja okkar sönnu andlegu leið og ástæðu fyrir veru okkar hér; það brýtur takmarkandi hegðunarmynstur okkar og trúarlegar kreddur; það hjálpar okkur að skapa nýja sögu af uppruna okkar.

Í seremóníu: Notað til að hjálpa til við stórtækar breytingar í vitund okkar og hjálpa okkur að komast í rétta línu við ferðalag sálarinnar.

Nibiru gongið opnar dyrnar að sálfræðilegu landslagi okkar, dyr sem við verðum á endanum að fara gegnum. Eins og púls hjartans, hreyfing jarðar frá nóttu til dags, vöxtur lífs af fræi aðeins til að falla aftur til jarðar; eins og lifandi verur erum við bundin við að snúa aftur til upprunans þaðan sem við spruttum. Nibiru kallar okkur heim og færir ferðalagi okkar (lífinu sjálfu) mikla friðarupplifun. Þegar Nibiru er notað í heilunartilgangi hjálpar það okkur að horfast í augu við djúpstæða sorg og ótta, sem við jafnvel eigum enga skýringu á. Núna er tími Nibiru, núna er okkar tími til að taka eftir tímalausri tengingu okkar við jörðina okkar og heila eyðileggingjandi sár hennar sem hluta af okkar eigin heilunarferli. Nibiru er kröftugt heilunartæki, sem býr yfir orku upprunans og opnar dyr að framtíðinni.

Lykilorð: Framþróun, gen, rætur upprunans. Gamlir guðir, tilfinningalegar langanir, frumkvæði og upplausn djúps sálarvanda. Heilandi og umbreytandi.