Nú er hægt að fá gjafabréf í jóga, hugleiðslu eða slökun – stöðluð eða sérsniðin handa þeim sem þér þykir vænt um.
Hægt er að kaupa gjafabréf með ákveðinni upphæð sem nýtist í alla opna tíma og námskeið eða gjafabréf í Jóga Nidra og Gongslökun, t.d. einn, tvo eða þrjá tíma. Nánar um jóga, hugleiðslu og slökun á lesa hér.
Frekari upplýsingar í síma 6980489, info@spiritnorth.is eða undir Spirit North á Facebook.
Sæl verið þið!
Ingveldur Gröndal heiti ég og er meðstjórnandi í Hugvitundarfélaginu TIMM við Háskóla Íslands.
Á döfinni er Núvitundarkvöld í HÍ þar sem við ætlum að gefa fyrstu 30 gestum sem mæta svokallaðann “goodie bag” með vörum sem leggja áherslu á andlega vellíðan.
Ég er að kanna hvort áhugi sé fyrir því hjá Spirit North að styrkja okkur með vörum/gjafakorti.
Viðburðurinn fer fram fimmtudagskvöldið 11.apríl og verður auglýstur um allt háskólasvæðið. Í háskólanum eru yfir 12.500 nemendur og þar sem rafræn auglýsing verður gefin út er hún því aðgengileg öllum.
Því er þetta frábær vettvangur fyrir ykkur að ná beint til stúdenta og tengja ykkar fyrirtæki við heilsusamlegt málefni með auglýsingum og öðru kynningarefni. Mætti bjóða ykkur að styrkja okkur með vörum eða öðrum hætti?
Hlakka til að heyra frá ykkur og njótið dagsins!
Bestu kveðjur,
Ingveldur L. Gröndal
s:8664724
Meðstjórnandi TIMM
Sæl vertu Ingveldur og fyrirgefðu síðbúin svör.
Ég var bara að sjá þessa athugasemd/fyrirspurn frá þér núna.
Ég er alveg tilbúin að gefa gjafabréf fyrir viðburðinn ykkar, en ég er hins vegar á Húsavík – þú lætur vita hvort það hentar samt sem áður. Best er að senda mér póst beint á info(at)spiritnorth.is
Bestu kveðjur,
Huld Hafliðadóttir
Jógakennar, Húsavík